Að öðlast þekkingu á lífríki fljóts eins og Þjórsár er langtímaverkefni. Sama á við um stofnstærðamat og breytingar stofnstærða. Rannsóknir þær sem unnar hafa verið af Landsvirkjun í þeim efnum eru aðeins frumrannsóknir og skráning á lífríki árinnar yfir stutt tímabil. Lítið er vitað um stofnstærðir laxa, sjóbirtings og bleikju í Þjórsá. Fyrsta skrefið var stigið árið 2013 til þess að áætla stærð laxastofnsins. Það var gert með talningu í einni af hliðarám Þjórsár, Kálfá. Varðandi sjóbirting og bleikju hefur ekkert verið gert til að meta stofnstærðir. Sveiflur í stofnstærðum eru óþekktar, veiðitölur segja ekkert þar um vegna mismunandi sóknar milli ára og vegna ónákvæmni við skráningu. Ætla má að ekki sé til sá fiskifræðingur, starfsmenn Veiðimálastofnunar meðtaldir, sem telja að sjóbirtingsstofn Þjórsár muni ekki bíða skaða af með tilkomu virkjana í neðri hluta Þjórsár. Engar upplýsingar eru til um stofninn/stofnanna né gönguhegðun. Þar af leiðir að ekki er minnst á mótvægisaðgerðir af hendi Landsvirkjunar gagnvart sjóbirtingi og látið eins og hann sé ekki til.
|
Hópur áhugafólks um verndun Þjórsár
Aðstandendur og höfundar efnis
verndumthjorsa [hjá] gmail.com facebook.com/verndumthjorsa instagram: #thjorsa |
Flýtileiðir |
![]() |
Allt efni á síðunni, utan ljósmynda og myndbanda, er opið og er fjölmiðlum sem og öðrum frjálst að nota texta og kort sé heimilda getið. Ef óskað er eftir að fá að nota myndir eða myndbönd af vefnum, eða að fá afhent kortagögn af vefnum í skráarformi, skal senda póst á verndumthjorsa [hjá] gmail.com
|
Nú er komið nóg! Ekki fleiri ónauðsynlegar virkjanir í Þjórsá!