Búrfellsvirkjun við Þjórsárdal var vígð 1970. Hún var fyrsta virkjun Landsvirkjunar og markaði jafnframt upphaf stóriðjustefnunnar á Íslandi.
Fimm nýjar virkjanahugmyndir eru nú á teikniborðinu á Þjórsársvæðinu. Þessar virkjanir koma til með að gjörspilla umhverfi Þjórsár verði þær að veruleika:
Hér til hliðar má sjá kort yfir fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár, neðan Sultartangavirkjunar. Að neðan eru kort fyrir hverja virkjanahugmynd. Fjölmiðlar og aðrir áhugasamir geta fengið kortagögn af verndumthjorsa.is send til sín með því að senda beiðni á verndumthjorsa [hjá] gmail.com. |
Gert er ráð fyrir að Þjórsá verði stífluð um 6 km fyrir ofan Árnes í Þjórsárdal. Þar verður til nýtt lón sem nefnist Hagalón og mun það fylla dalbotninn. Vatn úr Þjórsá verður leitt að stöðvarhúsi neðanjarðar við Skarðsfjall austan árinnar og aftur út í farveg Þjórsár um 3 km fyrir ofan Árnes. Möguleg áhrif Hvammsvirkjunar á umhverfi og samfélag eru víðtæk og vantar upp á frekari rannsóknir á þáttum eins og lífríki, leirfoki, ferðaþjónustu, fasteignaverði o.fl. Því er brýnt að vinna umhverfismat fyrir virkjunina upp á nýtt.
Hvammsvirkjun, grunnupplýsingar:
Greinar og vefsíður: |
Búrfellslundur er heiti á víðáttumiklu iðnaðarsvæði á hálendinu norðaustan við Búrfell. Þar er gert ráð fyrir þyrpingu allt að 80 vindmylla úr stáli sem geta náð allt að 135 metra hæð. Landsvirkjun er um þessar mundir að kynna hugmyndir sínar um iðnaðarsvæðið. Allir ferðamenn sem fara upp úr Þjórsárdal inn á miðhálendið (Sprengisand, Veiðivötn og Þjórsárver) eða Fjallabak (Landmannalaugar og Eldgjá) koma til með að sjá vindmyllurnar. Iðnaðarsvæðið Búrfellslundur verður austan Þjórsár og er gert ráð fyrir því þar sem núverandi þjóðvegur liggur (Landvegur).
Búrfellslundur, grunnupplýsingar:
Greinar og vefsíður: |
Búrfellsvirkjun var reist á sjöunda áratugnum vegna álverksmiðju í Straumsvík. Hún markaði upphaf stóriðjustefnunnar á Íslandi. Ný Búrfellsvirkjun II er algerlega sjálfstæð virkjun í nýju stöðvarhúsi um 1,5 km frá upphaflegu Búrfellsstöðinni. Nýja virkjunin mun á sumrin draga enn frekar úr rennsli um upphaflegan farveg Þjórsár austan og sunnan Búrfells og þeir myndarlegu fossar sem þar er að finna, Tröllkonuhlaup og Þjófafoss, verða enn sjaldséðari.
Núverandi Búrfellsvirkjun (vígð 1970)
Ný Búrfellsvirkjun II – ný virkjun (á teikniborðinu), grunnupplýsingar:
Greinar og vefsíður:
|
Holtavirkjun er önnur í röðinni af vatnsaflsvirkjununum í neðri hluta Þjórsár, neðan við Búrfell. Hún verður reist austan við eyjuna Árnes, þar sem Þjórsá rennur um svokallaða Árneskvísl í krika við bæinn Akbraut. Þjórsá verður stífluð fyrir ofan Holtavirkjun og til verður um 4,8 ferkílómetra stórt lón, Árneslón, sem þekja mun austari farveg Þjórsár og stóran hluta Árness. Fossinn Hestfoss hverfur fyrir fullt og allt undir lónið en fossinn Búði, sem liggur í vestari kvísl Þjórsár, verður að mestu þurr eða með stórskert rennsli. Vestari kvísl Þjórsár verður þurr á hátt í 10 km kafla og verður flatarmál þurra farvega um 4 ferkílómetrar. Í flóðum og sumarleysingum mun Þjórsá bera leir með sér niður annars þurran farveginn og verður viðvarandi leirfok úr honum yfir sveitir Suðurlands.
Holtavirkjun, grunnupplýsingar:
Greinar og vefsíður: |
Urriðafossvirkjun er neðsti virkjanakosturinn í neðri hluta Þjórsár og jafnframt stærsta virkjunarhugmyndin. Með virkjun Þjórsár þarna myndi Urriðafoss, vatnsmesti foss landsins, standa þurr mestan hluta árs. Lítið rennsli yrði í fossinum yfir sumarið og í vatnslitlum árum myndi jafnvel lítið sem ekkert vatn koma í fossinn yfir sumartímann. Urriðafoss hefur alla burði til að verða einn af lykiláningarstöðum ferðamanna við hringveginn en virkjun fossins mun koma algjörlega í veg fyrir öll slík áform.
Urriðafossvirkjun, grunnupplýsingar:
Greinar og vefsíður: |
Hópur áhugafólks um verndun Þjórsár
Aðstandendur og höfundar efnis
verndumthjorsa [hjá] gmail.com facebook.com/verndumthjorsa instagram: #thjorsa |
Flýtileiðir |
![]() |
Allt efni á síðunni, utan ljósmynda og myndbanda, er opið og er fjölmiðlum sem og öðrum frjálst að nota texta og kort sé heimilda getið. Ef óskað er eftir að fá að nota myndir eða myndbönd af vefnum, eða að fá afhent kortagögn af vefnum í skráarformi, skal senda póst á verndumthjorsa [hjá] gmail.com
|
Nú er komið nóg! Ekki fleiri ónauðsynlegar virkjanir í Þjórsá!