Þjórsárdalur er eitt af þekktari sögusviðum Íslands, hvort sem litið er til byggðar eða jarðsögu. Þjórsárdalur sjálfur liggur milli Búrfells og Skriðufells en ofan hans og neðan rennur Þjórsá um 230 kílómetra leið frá efstu upptökum milli jökla niður að sjó.
Í byggð myndar umhverfi Þjórsár ákaflega snotra og sérstæða landslagsheild, sem er mikilvægt að varðveita ósnortna. Vestan Þjórsár er blómleg byggð meðfram ánni alla leið upp í Þjórsárdal vestan Búrfells. Austan ár er strjálbýlla, einkum norðan Skarðsfjalls þar sem byggðin lagðist af á fyrri hluta 20. aldar. Þessar skörpu andstæður eru hluti af margbreytilegri umgjörð Þjórsár.
Þjórsá og umhverfi hennar er gífurlega verðmætt fyrir margra hluta sakir. Svæðið er mikilvægt sem hluti af landbúnaðarhéraðinu Suðurlandi; sem útivistarsvæði Sunnlendinga og þeirra fjölmörgu Íslendinga sem sækja svæðið heim; sem hluti af órofa byggðasögu Sunnlendinga; sem búsvæði eins allra stærsta villta laxastofns við Norður-Atlantshaf og annarra fiskistofna; sem ferðamannasvæði framtíðar fyrir ört vaxandi ferðaþjónustuna; og síðast en ekki síst sem hluti af sjálfsmynd okkar sem unnum náttúrunni og vitum hve mikils virði hún er ósnortin fyrir okkur og afkomendur okkar.
Virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár boða stórfellt umhverfisslys. Með samheldnu átaki má forða ánni frá eyðileggingu. Við höfum örlög Þjórsár í okkar höndum. Kynnumst Þjórsá og umhverfi hennar, segjum öðrum frá, verndum Þjórsá!
|
Hópur áhugafólks um verndun Þjórsár
Aðstandendur og höfundar efnis
verndumthjorsa [hjá] gmail.com facebook.com/verndumthjorsa instagram: #thjorsa |
Flýtileiðir |
![]() |
Allt efni á síðunni, utan ljósmynda og myndbanda, er opið og er fjölmiðlum sem og öðrum frjálst að nota texta og kort sé heimilda getið. Ef óskað er eftir að fá að nota myndir eða myndbönd af vefnum, eða að fá afhent kortagögn af vefnum í skráarformi, skal senda póst á verndumthjorsa [hjá] gmail.com
|
Nú er komið nóg! Ekki fleiri ónauðsynlegar virkjanir í Þjórsá!