Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins og einstök náttúruperla, sem sómir sér vel meðal helstu náttúrugersema landsins. Þrátt fyrir það gerir Landsvirkjun ráð fyrir að þurrka fossinn upp í tengslum við Urriðafossvirkjun. Fossinn liggur rétt neðan við hringveginn, svo nálægt raunar að úðinn af fossinum sést vel frá Þjórsárbrú. Allir sem leið eiga hjá ættu að aka spottann niður frá hringveginum vestan Þjórsár og kynnast hinum mikla Urriðafossi. Enginn verður ósvikinn af því.
Þegar Þjórsárdalsvegur er ekinn fram hjá Árnesi blasir ein merkasta eyja landsins við frá veginum úti í miðri Þjórsá. Það er Viðey, sem einnig er þekkt sem Minnanúpshólmi. Eyjan er dökkgræn og stingur úr stúf við umhverfið, enda þakin þéttum birkiskógi. Í eyjunni finnst fjöldi plantna, þar af tvær sem eru sjaldgæfar á Íslandi. Viðey hefur notið náttúrulegrar verndar Þjórsár, sem umlykur hana, straumþung og mikil. Viðey var friðuð árið 2011 vegna sérstæðs náttúrufars. Auðvelt er hins vegar að sjá að friðlýsingin verður í raun að engu ef Þjórsá verður virkjuð þarna, enda verður farvegur Þjórsár þurr og þar með hverfur hin náttúrulega vernd sem eyjan nýtur af fljótinu.
|
Hópur áhugafólks um verndun Þjórsár
Aðstandendur og höfundar efnis
verndumthjorsa [hjá] gmail.com facebook.com/verndumthjorsa instagram: #thjorsa |
Flýtileiðir |
![]() |
Allt efni á síðunni, utan ljósmynda og myndbanda, er opið og er fjölmiðlum sem og öðrum frjálst að nota texta og kort sé heimilda getið. Ef óskað er eftir að fá að nota myndir eða myndbönd af vefnum, eða að fá afhent kortagögn af vefnum í skráarformi, skal senda póst á verndumthjorsa [hjá] gmail.com
|
Nú er komið nóg! Ekki fleiri ónauðsynlegar virkjanir í Þjórsá!